Fara í efni

Fréttir

Spartan race í Hveragerði

Það er ekki fyrir neina aukvisa eða sófakartöflur að taka þátt í Spartan race keppninni sem fram fer í Hamarshöllinni og í fjöllunum og á stígum í og við Hveragerði laugardaginn 8. desember. Ekki missa af því að sjá öflugasta fólk heims glíma við þrautir sem enginn ætti að gera framkvæmt !

Niðurdæling að hefjast í Gráuhnúkum

Niðurdæling á jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun í holu HE-55 hefst í desember. Niðurdælingin er í tilraunskyni og er liður í áætlun Orku náttúrunnar í breytingum á niðurdælingu Hellisheiðarvirkjunar.

Ljósin tendruð á jólatré bæjarins í Smágörðum

Fyrsta sunnudag í aðventu þann 2. desember verða jólaljósin tendruð á stóra jólatrénu í Smágörðunum. Skátafélagið Strókur býður upp á heitt kakó í skátaheimilinu kl. 16 síðan tendrum við ljósin á jólatrénu kl. 17.

Senn koma jólin

Hið árlega jóladagatal Hvergerðinga, Jól í bæ, er tilbúið og verður borið út til bæjarbúa í byrjun næstu viku. Þar eru upplýsingar um alla þá viðburði sem verða í boði í kringum jólahátíðina.

!img-

Ungmenni taka að sér verkefni

Áratuga hefð er fyrir samningum Hveragerðisbæjar við nemendur í 7. og 10. bekk og hafa ungmennin fengið greiðslu fyrir sem rennur í bekkjarsjóð sem síðan er nýttur til skemmtilegrar ferðar að vori.

Getum við bætt efni síðunnar?