Fara í efni

Ungmenni taka að sér verkefni


Samningar um verkefni sem nemendur í 7. og 10. bekk hafa tekið að sér fyrir Hveragerðisbæ voru undirritaðirnýverið. Bæjarstjóri hitti nemendur í báðum bekkjum, ræddi við þá um verkefnin sem þau hafa tekið að sér, þakkaði þeim fyrir og gerði grein fyrir mikilvægi þeirra starfa sem þau hafa nú tekið að sér.

Krakkarnir í 7. bekk sjá um að halda bænum snyrtilegum með því að fara mánaðarlega og týna upp rusl sem verður á vegi þeirra í bæjarfélaginu. Einnig sjá þau um losun á ílátum fyrir endurvinnanleg efni innan skólans.

Nemendur 10. bekkjar taka að sér að aðstoða í mötuneyti og í frímúnútum auk þess sem þau koma að gæslu á skólaskemmtunum.

Áratuga hefð er fyrir samningum í þessa veru við nemendur í 7. og 10. bekk og hafa ungmennin fengið greiðslu fyrir sem rennur í bekkjarsjóð sem síðan er nýttur til skemmtilegrar ferðar að vori.

Fyrir hönd bæjarstjórnar er nemendum hér með þakkað þeirra góða framlag til að gera bæinn okkar snyrtilegri og betri.

AH


Síðast breytt: 11. nóvember 2018
Getum við bætt efni síðunnar?