Fara í efni

Fréttir

Kjör íþróttamanns ársins 2018

Það er orðinn fastur liður í jólahátíð Hvergerðinga að Hveragerðisbær veitir afreksfólki í íþróttum viðurkenningu fyrir unnin afrek á árinu og útnefnir íþróttamann Hveragerðis. Að þessu sinni eru 9 í kjöri til íþróttamanns Hveragerðis 2018 og 25 fá viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Allir íþróttamennirnir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn.

Viltu starfa í ungmennaráði bæjarins

Ungmennaráð Hveragerðisbæjar – rödd unga fólksins

Ráðið auglýsir eftir ungu fólki á aldrinum 16 – 25 ára til að starfa í ráðinu.

Ungmennaráð Hveragerðisbæjar er umræðu og samstarfsvettvangur ungmenna í bænum sem vilja láta rödd sína heyrast og hafa áhrif í bænum okkar.

Áhugasamir hafið samband við Jóhönnu M. Hjartardóttur, menningar og frístundafulltrúa, jmh@hveragerdi.is s. 4834000

Yfirlýsing frá Gámaþjónustunni vegna plastsumræðu

Hveragerðisbær er með samning við Gámaþjónustuna varðandi sorphirðu og vinnslu endurvinnanlegra efna hér í bæ. Vegna umræðu undanfarandi daga um plast og endurvinnslu barst eftirfarandi yfirlýsing frá Gámaþjónustunni.


Getum við bætt efni síðunnar?