Fara í efni

Hlíðarhagi í Hveragerði – Nýtt deiliskipulag.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. desember 2018 nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði í Hlíðarhaga í Hveragerði.

Deiliskipulagið nær til 2,5ha svæðis, sem afmarkast af hlíðum Hamarsins til vesturs, íbúðabyggð í Laufskógum til suðurs, Breiðamörk til austurs og opnu svæði í hlíðum Hamarsins til norðurs. Breytingin felur í sér blandaða íbúðarbyggð einbýlis-, rað-, par-, og fjölbýlishúsa.

Deiliskipulagsbreytingin hlaut meðferð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hlíðarhagi - deiliskipulag

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar


Síðast breytt: 17. desember 2018
Getum við bætt efni síðunnar?