Fara í efni

Fréttir

Sumarnámskeið 2018

Menningar-, íþrótta- og frístundasvið Hveragerðisbæjar kynnir afþreyingu fyrir börn og ungmenni sumarið 2018.

82,2 m.kr. hagnaður af rekstri Hveragerðisbæjar

Fjárhagur bæjarins er í traustum skorðum nú sem fyrri ár en samfelldur hagnaður hefur verið af rekstri samstæðu A og B hluta frá árinu 2012. Ytri aðstæður hafa verið sveitarfélögum hagfelldar að undanförnu en einnig hefur aðhald og árvekni í rekstrinum reynst nauðsyn til að svo jákvæð niðurstaða næðist.

Örugg efri ár - bæklingur

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur gefið út bæklinginn Örugg efri ár sem fjallar meðal annars um heilbrigt líferni og hvernig hægt er að fyrirbyggja heimaslys. Vegna skertrar sjónar, heyrnar og minnkaðs viðbragðs er aukin hætta á að aldraðir lendi í slysum. Fall er algengasta ástæða slysa hjá þeim og mikilvægt að aldraðir geri sér grein fyrir þessum breytingum sem verða á hæfni þeirra og geri umhverfi sitt eins öruggt og kostur er.

Getum við bætt efni síðunnar?