Fréttir
Sterkari út í lífið - beint streymi frá málþingi
Athygli foreldra og forráðamanna barna og unglinga er vakin á beinu streymi á facebook frá ráðstefnu sem haldin verður á morgun þriðjudaginn 19. mars milli kl. 17 - 19:45. Viðburðurinn heitir: "Sterkari út í lífið - sjálfsmynd barna og unglinga".
Á ráðstefnunni verða fluttir gagnlegir fyrirlestrar um sjálfsmynd barna og unglinga.
Skipulagsauglýsing
Hveragerðisbær – Skipulagsauglýsing.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 14. mars 2019 að auglýsa tillögur að breytingum á eftirtöldum deiliskipulagsáætlunum skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Lekaleit í Hveragerði
Fimmtudaginn 14. mars munu Veitur hefja lekaleit í lokuðu kerfi hitaveitu í Hveragerði. Markmiðið er að auka rekstraröryggi kerfisins og tryggja sem besta nýtingu þess, öllum til hagsbóta.
Leitin fer þannig fram að skaðlaust litarefni verður sett í kerfið í varmastöðinni og reynt með sjónskoðun á yfirborði og í fráveitubrunnum að staðsetja leka og rangar tengingar. Beri það ekki árangur verða tekin sýni úr heita vatninu sem greind verða hjá ÍSOR.