Fara í efni

Lekaleit með íblöndunarefni í lokað hitaveitukerfi í Hveragerði

Fimmtudaginn 14. mars munu Veitur gera lekaleit í lokuðu kerfi hitaveitu í Hveragerði. Markmiðið er að auka rekstraröryggi kerfisins og tryggja sem besta nýtingu þess, öllum til hagsbóta. Leitin fer þannig fram að á fimmtudaginn 14. mars verður skaðlaust litarefni dælt inn á kerfið í varmastöðinni í Bláskógum og í framhaldinu reynt að staðsetja leka og rangar tengingar.

• Upphaflega verður leitað að lekum sjónrænt. ▪ Helstu leitarstaðir: • Þrjú útföll frá regnvatnslögnum í Varmá (við Fossflöt, hjá smáhundasvæði og við brú á þjóðvegi). • Skólpstöð sunnan megin við þjóðveg. • Varmastöð Bláskógum.


Síðast breytt: 11. mars 2019
Getum við bætt efni síðunnar?