Fara í efni

Sterkari út í lífið - beint streymi frá málþingi


Athygli foreldra og forráðamanna barna og unglinga er vakin á beinu streymi á facebook frá ráðstefnu sem haldin verður á Hilton Nordica á morgun þriðjudaginn 19. mars kl. 17 - 19:45. Viðburðurinn heitir: "Sterkari út í lífið - sjálfsmynd barna og unglinga".

https://www.facebook.com/Sterkari-út-í-lífið-223315261865990/?eid=ARDvIeD0kHOF03q62xxKnk1t3iWLXBbjSUNvX4Ff6_OkO6xUydw5hkSQLroEDVyEALB-ccpg5Fm-xaGZ

Á ráðstefnunni verða fluttir gagnlegir fyrirlestrar um sjálfsmynd barna og unglinga.

Dagskrá:
Sterkari út í lífið: Verkfæri til að nota heima og í skólanum.
Dr. Þórdís Rúnarsdóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri.

Líkamsímynd barna og unglinga: Hvað þurfa foreldrar að vita?
Sólrún Ósk Lárusdóttir, sálfræðingur.

Nútíminn og börnin okkar.
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur.

Hlé

Núvitund í uppeldi og í skólastarfi. Anna Dóra Frostadóttir sálfræðingur og Bryndís Jóna Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi.

Fjölskyldan er eins og órói.
Andrés Ragnarsson, sálfræðingur.

“Strákar gráta ekki” - tilfinningatjáning drengja.
Inga Wessman, sálfræðingur.

Bara 24 klst í sólarhringnum: Forgangsröðun fjölskyldunnar.
Heimili og skóli og SAFT.

Fundarstjórn: Einar Þorsteinsson, fréttamaður.

Vefsíðan sjalfsmynd.is opnar þennan dag. Stútfull af fræðslu og verkfærum til að nota heima og í skólanum.


Síðast breytt: 18. mars 2019
Getum við bætt efni síðunnar?