Fara í efni

Lekaleit í Hveragerði

Íbúar í Hveragerði eru beðnir að hafa augun hjá sér þessa daga og tilkynna Veitum verði þeir varir við litað vatn á og við heimili sín eða í umhverfinu.

Mikið vatn fer nú úr þessu lokaða kerfi sem veldur því að stöðugt þarf að bæta á það með vatni úr Austurveitu eða neysluvatni til að halda uppi þrýstingi. Sífelld áfylling fer ekki vel með hitaveitukerfið frá varmastöðinni né innanhússkerfi viðskiptavina. Því er mikilvægt að vel takist til og að allir leggist á eitt við að greina hvar lekar og rangar tengingar eru staðsettar. Litarefnið natríum flúoresein er skaðlaust ferliefni og er eitt algengasta ferilefnið sem er notað í grunnvatnsrannsóknum. Efnið brotnar hratt niður í sólarljósi einnig þegar sýrustig er um og undir pH 5.5 en slíkar aðstæður eru algengar í jarðvegi á svæðinu. Efnið er hvorki eitrað né sérlega virkt í vatnslausn og hefur því ekki skaðleg heilsu- eða umhverfisáhrif.


Síðast breytt: 12. mars 2019
Getum við bætt efni síðunnar?