Skipulagsauglýsing
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjarsvæðis.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Hverasvæðinu, Bláskógum, Hverahlíð, Lystigarðinum Fossflöt, Reykjamörk, Fljótsmörk og lóðunum Breiðumörk 23 og Hveramörk 12. Breytingarsvæðið nær til lóða austan Breiðumerkur og lóðarinnar Breiðamörk 25. Í breytingunni fellst m.a. stækkun á deiliskipulagssvæðinu, lokun Skólamerkur og nýir eða breyttir byggingarreitir.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Lystigarðsins Fossflöt.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Skólamörk, Breiðumörk, Reykjamörk og Varmá. Í breytingunni felst breyting á deiliskipulagsmörkum svæðisins og nýjar gönguleiðir næst grunnskólanum.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ, sunnan Suðurlandsvegar.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af landinu Öxnalækur, fyrirhuguðum tengivegi, helgunarsvæði Búrfellslínu 2 og lóð skólphreinsistöðvar Hveragerðisbæjar. Í breytingunni fellst m.a. stækkun athafnasvæðisins til suðvesturs, ný aðkomuleið að Öxnalæk og breytingar á legu göngu-, hjóla og reiðstíga.
Breytingartillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 og eru til sýnis frá og með þriðjudeginum 19. mars til fimmtudagsins 2. maí 2019. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Hveragerðis http://www.hveragerdi.is/
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi föstudaginn 3. maí 2019, annaðhvort á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið: gfb@hveragerdi.is
Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar
!file !file !file !file