Staða deildarstjóra er laus við leikskólann Óskaland
Leikskólinn Óskaland, Finnmörk 1, Hveragerði
Staða deildarstjóra er laus við leikskólann Óskaland frá 15.mars n.k. Leikskólinn er 4ra deilda skóli fyrir börn á aldrinum 16 mánaða til 5 ára.
Leitað er að metnaðarfullum, skapandi og jákvæðum einstaklingum með góða hæfni í mannlegum samskiptum.
Hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg
Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
Gott vald á íslenskri tungu
Hreint sakavottorð
Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og eða reynslu kemur vel til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður!
Umsóknarfrestur er til 1.mars n.k.
Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20, 810 Hveragerði.
Umsóknareyðublöð má finna á vef Hveragerðisbæjar:www.hveragerdi.is.
Nánari upplýsingar veita Gunnvör Kolbeinsdóttir skólastjóri og Guðlaug Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 4834139 eða á netfangið: oskaland@hveragerdi.is
Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.