Fara í efni

Samsöngur með lírukassaleik Rósakaffi í Hveragerði

Fullveldislög

Samsöngur með lírukassaleik Rósakaffi í Hveragerði

  1. desember 2018 klukkan 15.00

Í tilefni af hundrað ára afmæli hins fullvalda Íslands ætlar hópur fólks að koma saman á Rósakaffi í Hveragerði laugardaginn 1. desember 2018 klukkan 15.00 og syngja saman, hver með sínu nefi.

Sungin verða fullveldislög, sem sagt lögin sem þjóðin hefur sungið og spilað mestallan fullveldistímann, og sum lengur. Lögin eru aðallega sótt í Íslenskt söngvasafn, öðru nafni fjárlögin, en þó víðar komið við. Úrvalið takmarkast svo við tónsvið lírukassans, sem notaður verður til undirleiks, en allavega eru tiltæk milli 15 og 20 lög.

Rósakaffi verður með fullveldiskaffi á tilboði. Verið öll velkomin að mæta og taka undir sönginn.

Að samsöngnum stendur fullveldislaganefnd, en hana skipa Anna Kristjánsdóttir, Anna Jórunn Stefánsdóttir og Jóhann Gunnarsson. Nefndin þakkar Hveragerðisbæ og Rósakaffi fyrir veittan stuðning.


Síðast breytt: 27. nóvember 2018
Getum við bætt efni síðunnar?