Skipulagsauglýsing
Hveragerðisbær – Skipulagsauglýsing.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 14. mars 2019 að auglýsa tillögur að breytingum á eftirtöldum deiliskipulagsáætlunum skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 14. mars 2019 að auglýsa tillögur að breytingum á eftirtöldum deiliskipulagsáætlunum skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Fimmtudaginn 14. mars munu Veitur hefja lekaleit í lokuðu kerfi hitaveitu í Hveragerði. Markmiðið er að auka rekstraröryggi kerfisins og tryggja sem besta nýtingu þess, öllum til hagsbóta.
Leitin fer þannig fram að skaðlaust litarefni verður sett í kerfið í varmastöðinni og reynt með sjónskoðun á yfirborði og í fráveitubrunnum að staðsetja leka og rangar tengingar. Beri það ekki árangur verða tekin sýni úr heita vatninu sem greind verða hjá ÍSOR.
Íþróttafélagið Hamar í Hveragerði lauk nýverið við ráðningu á fyrsta framkvæmdastjóra félagsins. Eftir umsóknarferli var ákveðið að ráða Hafþór Vilberg Björnsson í starfið en Hafþór hefur um langt skeið verið virkur í flestum deildum Hamars og þekkir því starfsemi félagsins mjög vel.
Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól stóð sl. föstudag fyrir viðburðinum, “Nótt í Féló”. Alls tóku 60 krakkar í 8.-10. bekk þátt í dagskrá sem stóð frá kl 19.30 á föstudagskvöldi til 07.30 á laugardagsmorgni.
Hveragerðisbær hefur ákveðið að bætast í hóp þeirra sveitarfélaga sem vinna í samstarfi við Embætti landlæknis að Heilsueflandi samfélagi. Vinna við innleiðingu, Heilsueflandi samfélags, mun því hefjast sem fyrst.