Malbikun á Hellisheiði föstudag 19.júlí og laugardag 20.júlí
Föstudag 19.júlí og laugardag 20.júlí er stefnt að áframhaldandi malbikun á Hellisheiði, frá Kambabrún og niður Hveradalabrekku.
Hellisheiði verður lokað í vestur, á milli Hveragerðis og afleggjara að Helllisheiðarvirkjun og verður umferð beint um hjáleið um Þrengslaveg.
Opið verður fyrir umferð í austur.
(frá Hveragerði til Reykjavíkur = lokað =fara þengslin)
(frá Reykjavík til Hveragerðis = opið = sýna aðgát )
Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.05.
Athugið að í lokunarplani er gert ráð fyrir að lokað sé í báðar áttir en það verður opið fyrir umferð til austurs.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 06:00 til kl. 04:00 báða dagana.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.