Fara í efni

Garðaskoðun Árnesingadeildar Garðyrkjufélags Íslands


Eftirtaldir garðar verða opnir gestum og gangandi frá kl. 13:00-16:00.

Gljúfurárholt, Ölfusi (sami afleggjari og að borholunni).

Eigendur Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson.

Helgafell, Hveramörk 12, Hveragerði.

Eigendur Fjóla Ólafsdóttir og Skarphéðinn Jóhannesson.

Lyngheiði 1, Hveragerði.

Eigendur Áslaug Einarsdóttir og Pétur Reynisson.

Heiðmörk 31, Hveragerði.

Eigendur Ingibjörg Sigmundsdóttir og Hreinn Kristófersson.

Núpum í Ölfusi

Kl 16.00 tekur Guðmundur Birgisson, Núpum 1. Ölfusi á móti fólki og sýnir skógræktina þar.

Má reikna með einnar klst. göngu og æskilegt að allir hefji hana á sama tíma.

Allir áhugasamir velkomnir.

Hvað er garðaskoðun

Í garðaskoðun opna nokkrir garðeigendur garða sína fyrir félagsmönnum Garðyrkjufélagsins og öðrum gestum.

Garðarnir verða sem fyrr mjög ólíkir en eiga það sameiginlegt að bera hugmyndaríki og eljusemi eigenda sinna vitni.

Fjöldi fólks tekur árlega þátt í garðaskoðun Garðyrkjufélagsins sem haldin er víða um land á oftast á mismunandi tíma.

Áhugasamir ræktendur njóta dagsins með því að skoða plöntur, girðingar, palla, gróðurhús, skógrækt og margt annað sem fyrir augu ber.

Eins og alltaf er margt að sjá og margar hugmyndir munu örugglega kvikna en í öllum þeim görðum sem verða til sýnis má finna ýmislegt sem gleður auga og yljar hjarta.

Ekki skiptir máli hvar byrjað að skoða eða í hvaða röð garðarnir eru skoðaðir. Þátttakendur koma sér á milli garða á eigin vegum.

Athugið

Á Núpum 1. Í Ölfusi hefst sameiginleg ganga kl 16:00

Til að finna staðsetningu garðana er góð leið að fara inn á götukort í gegnum já.is


Síðast breytt: 26. júní 2019
Getum við bætt efni síðunnar?