Fara í efni

Hugmyndasamkeppnin „úrgangur í auðlind“

Hugmyndasamkeppnin „úrgangur í auðlind“ er öllum opin og eru sunnlendingar hvattir til að senda sín hugverk inn.

Reglurnar eru einfaldar en tillagan þarf að vera ný leið eða hugmynd um (endur)nýtingu á einhverju sem annars væri hent.

Dæmi:

  • Úr efni sem annars væri hent
  • Gamall og/eða uppgerður hlutur með nýtt hlutverk
  • Leið til þess að gera einnota hluti að fjölnota hlutum
  • …eða hvað annað sem getur fallið undir ,,úrgangur í auðlind"

Tillögur skulu sendar á umhverfi@sudurland.is þar sem hugmyndinni eru gerð góð skil í máli og/eða myndum fyrir lok dags 12.júní. Sé um að ræða hlut sem keppandi vill skila inn skal jafnframt hafa samband við skipuleggjendur í sama netfang.

Vegleg verðlaun fyrir áhugaverðustu tillöguna!

Úrslitin verða kynnt á Blóm í bæ í Hveragerði þann 15.júní.


Síðast breytt: 4. júní 2019
Getum við bætt efni síðunnar?