Fara í efni

Vortónleikar Söngsveitar Hveragerðis.


Það er vor í lofti, Lóan og Maríuerlan syngja inn sumarið og ætlar nú Söngsveitin að tak aundir með þeim og halda sína árlegu vortónleika í Hveragerðis kirkju sunnudaginn 5. Maí kl 20:00.

Lagaval er létt og skemmtilegt, vandað að venju, eftir íslenska og erlenda höfunda, má þar nefna John Lennon og Paul Mc Cartney, Sigfús Halldórsson, Braga Valdimarsson, Gunnar Þórðarson, en þema tónleikanna eru lög Gunnars Þórðarssonar og fer það vel á því, en gestir Söngsveitarinnar eru að þessu sinni hinir landskunnu tónlistamenn Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson.

Stjórnandi er Unnur Birna Björnsdóttir, undirleikarar; píanó Magnús Kjartansson, gítar Gunnar Þórðarson, bassi Sigurgeir Skafti Flosason, trommur Skúli Gíslason.

Söngsveitin vonast til að sjá sem flesta og að eiga með ykkur ánægjulega kvöldstund.


Síðast breytt: 23. apríl 2019
Getum við bætt efni síðunnar?