Fara í efni

Valdimar á Skyrgerðinni

Valdimar heldur tónleika í Skyrgerðinni laugardagskvöldið 7. september nk.

Forsöluverð 3.500 en 4.500 við hurð.

Hljómsveitin Valdimar er landsmönnum góðkunn. Fjórða breiðskífa sveitarinnar, Sitt sýnist hverjum kom út seint á síðasta ári og vakti verðskuldaða athygli. Lögin Of seint, Blokkin og Stimpla mig út hafa í kjölfarið fengið töluverða útvarpsspilun og sveitin spilað á hinum ýmsu stöðum vítt og breitt um landið.

Þótt erfitt geti reynst að útskýra tónlist þeirra er henni best lýst sem rafskotinni indíblöndu með rætur í Americana tónlist, dýnamísk, allt frá rólegum melódíum upp í drífandi og orkumikla kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti sem gerir lifandi flutning sveitarinnar að ógleymanlegri upplifun.

Útgáfutónleikar Valdimar í Háskólabíó síðastliðið haust voru einkar vel heppnaðir og fékk sveitin mikið lof fyrir. Reikna má því með mikilli skemmtun fyrir aðdáendur þessarar frábæru hljómsveitar.

Tryggðu þér miða í tæka tíð þar sem tónleikar hljómsveitarinnar eru einkar vel sóttir. Forsöluverð er 3.500 á tix.is


Síðast breytt: 4. september 2019
Getum við bætt efni síðunnar?