Óskað er eftir leikskólastjóra hjá Leikskólanum Undralandi
Óskað er eftir leikskólastjóra hjá Leikskólanum Undralandi í Hveragerði, sem er sex deilda leikskóli. Húsnæðið var tekið í notkun 2017 og aðstaða er öll hin glæsilegasta.
Starfsvið:
Leikskólastjóri stýrir og ber ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans og veitir skólanum faglega forstöðu á sviði kennslu og þróunar.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi starfsheitið leikskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á leikskólastigi. Stjórnunareynsla úr leikskóla er skilyrði. Framúrskarandi færni ímannlegum samskiptum er skilyrði auk skipulagshæfni, frumkvæðis, sjálfstæðis og fagmennsku í vinnubrögðum. Áhersla er lögð á áhuga og metnað til árangurs í starfi. Á leikskólanum er unnið eftir kennsluaðferðum „Leikur að læra“ og er kostur ef viðkomandi hafa reynslu af því starfi.
Í boði eru áhugaverð störf í barnvænu umhverfi, en Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag með um 2.700 íbúa. Hveragerði er aðeins í 30mín. fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar, sem og tónlistarskóli eru innan seilingar. Íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útvivist í fallegu umhverfi.
Umsóknarfrestur er til og með 1. september nk. Gengið verður frá ráðningum fljótlega, Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um störfin í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.11-13.
Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is, sjá nánar www.stra.is
Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr.
- gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2.mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.