Fara í efni

Til hamingju með nýja heimasíðu

Ný heimasíða Hveragerðisbæjar er komin í loftið en sú gamla var orðin barn síns tíma.

Heimasíðan hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar og fengið gjörbreytt útlit.  Markmiðið með þessum breytingum er að gera síðu bæjarfélagsins notendavænni, einfalda viðmótið og bæta aðgengi að upplýsingum og þar með bæta þjónustu bæjarfélagsins. 

Heimasíða Hveragerðisbæjar er nú aðlöguðu að hinum ýmsu snjalltækjum en þróunin hefur verið í þá átt að sífellt fleiri leita sér upplýsinga í gegnum síma.

Notendur munu án vafa verðar varir við ýmsar breytingar og meðal annars er einfaldara en áður að senda ábendingar og skilaboð til bæjarfélagsins.  Einnig geta áhugasamir búið til sína eigin viðburði sem birtast á viðburðadagatali bæjarins að loknu samþykki.

Heimasíðan er langt frá því fullbúin og enn verður unnið að ýmsum viðbótum sem munu birtast notendum smám saman.  Ekki hika við að senda okkur ábendingar um það sem betur má fara.

Síðan hefur verið unnin af fyrirtækinu Stefnu ehf sem áður hefur  hannað fjölda heimsíðna fyrir sveitarfélög landsins.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri

 


Síðast breytt: 21. febrúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?