Viðbygging við Grunnskólann komin í útboð
Með því að smella á myndina sjást allir sem á henni eru.
Hönnun á 740m2 viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði er nú lokið og hefur framkvæmdin verið boðin út.
Viðbyggingin verður staðsett norðan við núverandi skóla við Skólamörk og tengist honum með tengibyggingu. Húsið er staðsteypt, á tveimur hæðum. Þar munu verða 6 rúmgóðar kennslustofur, þrjár á hvorri hæð og milli þeirra verða smærri opin rými sem nýtast munu til fjölbreyttra kennskuhátta. Nýtt anddyri verður fyrir hina nýju byggingu en gengið er inn frá Skólamörk. Við þessa framkvæmd mun Skólamörkinni verða lokað enda nær byggingin inn í Lystigarðinn að nokkru leyti
Lóðafrágangur er innifalinn í fyrirhugaðri framkvæmd og gengið verður frá aðkomu að byggingunni að norðnverðu og tengingum við Lystigarðinn Fossflöt.
Það er dr. Maggi Jónsson, sem hannar viðbygginguna en Þráinn Hauksson hjá Landslagi hannar lóðina. Verkstjóri hönnunar er dr. Ríkharður Kristjánsson.
Tilboð verða opnuð þann 11. mars 2020 kl. 14:00.