Fara í efni

Árshátíð Hveragerðisbæjar frestað

Árshátíð Hveragerðisbæjar hefur verið frestað.  Bæjarráð ræddi utandagskrár á fundi sínum í morgun um þróun undanfarinna daga á COVID-19 sjúkdómnum.  Var það mat bæjarfulltrúa að rétt væri  fresta árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar sem halda átti næstkomandi laugardag eða þann 7. mars á Hótel Örk.  Rætt hefur verið við undirbúningsnefnd sem er sammála þessu mati.

Staðan verði metin miðað við ástand næstu vikna og mögulega verður hægt að halda árshátíðina í vor eða þá í síðasta lagi í haust.

Fyrir bæjarfélag eins og okkar þar sem starfsmenn sinna mikilvægri grunnþjónustu samfélagsins væri það óábyrgt að halda skemmtun þar sem stór hluti starfsmanna væri samankominn í miklu návígi. Ef að smit myndi greinast í hópnum þá þyrfti að öllum líkindum að setja alla gesti slíkrar samkomu í sóttkví.  Afleiðingarnar af slíku yrðu graf alvarlegar fyrir starfsemi Hveragerðisbæjar og íbúa í okkar samfélagi.

Við söknum þess öll að geta ekki notið samverunnar á árshátíðinni sem árlega hefur verið hin besta skemmtun.  Við treystum því að allir sýni því skilning að í ljósi aðstæðna sjáum við okkur ekki annað fært en að fresta árshátíðinni.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri


Síðast breytt: 18. mars 2020
Getum við bætt efni síðunnar?