Fara í efni

Fréttir

Hengill Ultra í Hveragerði

Lengsta utanvegahlaup landsins fer fram dagana 5. og 6. júní í Hveragerði. Uppselt er í 25 km hlaupið.

Trjágróður á lóðarmörkum

Garðyrkjufulltrúi Hveragerðisbæjar vill góðfúslega minna íbúa á að snyrta trjágróður á sínum lóðarmörkum. T

Matkráin handhafi Umhverfisverðlauna Hveragerðisbæjar 2020

Matkráin ehf, sem er í eigu þeirra Jakobs Jakobssonar og Guðmundar Guðjónssonar, hlýtur Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2020. Það er Umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar sem árlega stendur fyrir vali á þeim einstaklingi, hópi eða fyrirtæki sem hlýtur umhverfisverðlaun bæjarfélagsins. Viðurkenningin í ár kemur í hlut Matkráarinnar og er veitt fyrir vel heppnaða breytingu á húsi og umhverfi þess, þar sem smekkvísi og hugmyndaauðgi hefur gætt aðalgötu bæjarins auknu lífi. Verðlaunahafar fá á hverju ári tré Hveragerðisbæjar rósakirsi til gróðursetningar á áberandi stað auk verðlaunaskjals sem hannað er af Hrund Guðmundsdóttur. Meðfylgjandi myndir eru frá afhendingu viðurkenningarinnar sem fram fór í samræmi við reglur um 2 metra fjarlægð og fjöldatakmarkanir. Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri

Hreinsum bæinn - gerum fínt!

Næsta vika er hreinsunarvika í Hveragerði. Nú tökum við til og gerum fínt í bænum okkar. Klippum tré og runna, týnum rusl og tökum til.
Getum við bætt efni síðunnar?