Fara í efni

Jakob Veigar gefur Hveragerðisbæ málverk

Jakob Veigar Sigurðsson, myndlistamaður, hefur fært Hveragerðisbæ að gjöf fallegt málverk sem þakklæti fyrir afnot af húsnæðinu að Breiðumörk 21 en þar hefur hann haft vinnuaðstöðu undanfarnar vikur. 

Húsnæðið sem er við aðalgötu bæjarins keypti Hveragerðisbær á vormánuðum og samþykkti bæjarráð að Jakob Veigar gæti haft þar aðstöðu til listsköpunar um tíma. 

Jakob Veigar, sem er uppalinn í Hveragerði,  býr nú í Vínarborg.  Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með MA gráðu árið 2016 og úr Vienna Academy of Fine Arts með MA gráðu árið 2019.  Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og sett upp einkasýningar út um allan heim.  Núna er hann með sýningu í Gallerý Fold í Reykjavík þar sem áhugasamir geta kynnt sér verk hans. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá myndina sem prýða mun fundarherbergi bæjarstjórnar, listamanninn, bæjarstjóra og menningar- og frístundafulltrúa bæjarins.   Fyrir hönd Hveragerðisbæjar er hér með þakkað fyrir höfðinglega gjöf. 

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri 


Síðast breytt: 25. maí 2020
Getum við bætt efni síðunnar?