Fara í efni

Fréttir

Ærslabelgurinn ónýtur

Ærslabelgurinn eða hoppudýnan er metin ónýt og verður ekki hægt að fara í endurnýjun fyrr en næsta vor. Fjárhagslegt tjón er verulegt.

Uppbygging framundan í Hlíðarhaga

Samningur milli Borgartúns ehf og Hveragerðisbæjar varðandi uppbyggingu og framkvæmdir í Hlíðarhaga var samþykktur samhljóða á fundi bæjarráðs þann 16. j úlí s.l.. 

Hveragerði fær Grænar greinar.

Orkusalan setur sér háleit markmið þegar kemur að umhverfismálum, en fyrirtækið náði stórum áfanga á síðasta ári og varð fyrsta og eina raforkufyrirtækið hér á landi til að kolefnisjafna bæði rekstur og vinnslu raforku.

Krumminn kominn út á ný

Krumminn er kominn út á ný eftir nokkurt hlé.  Í Krummanum má nú lesa fjölbreyttar fréttir og viðtöl, sjá myndir af nýfæddum börnum og lesa viðtöl við Hvergerðinga svo fátt eitt sé talið. 

Hvatt til fjölgunar opinberra starfa í landsbyggðarsveitarfélögum

Bæjarráð tekur undir sjónarmið um að brýnt er að fjölga opinberum störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Stíga þarf stór skref í þá átt enda er fjölgun opinberra starfa mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytni atvinnulífs á Íslandi öllu.

Niðurstöður í samkeppni um hönnun HNLFÍ

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efndi í janúar 2020 til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði. Alls bárust 11 tillögur í samkeppnina og voru niðurstöður kynntar 3. júlí 2020 í Hveragerði.

17. júní 2020 og ljóð fjallkonunnar

Það var fallegur þjóðhátíðardagur í Hveragerðisbæ. Dagskráin í Lystigarðinum fór vel fram og var fjöldi fólks í bænum sem naut veðurblíðunnar og fylgdist með hátíðar- og skemmtidagskrá á sviðinu.

Kjörfundur í Hveragerði

Kjörfundur vegna forsetakosninga laugardaginn 27. júní 2020 hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 þann dag í Grunnskólanum í Hveragerði við Skólamörk.
Getum við bætt efni síðunnar?