Samningur milli Borgartúns ehf og Hveragerðisbæjar varðandi uppbyggingu og framkvæmdir í Hlíðarhaga var samþykktur samhljóða á fundi bæjarráðs þann 16. j úlí s.l..
Orkusalan setur sér háleit markmið þegar kemur að umhverfismálum, en fyrirtækið náði stórum áfanga á síðasta ári og varð fyrsta og eina raforkufyrirtækið hér á landi til að kolefnisjafna bæði rekstur og vinnslu raforku.
Krumminn er kominn út á ný eftir nokkurt hlé. Í Krummanum má nú lesa fjölbreyttar fréttir og viðtöl, sjá myndir af nýfæddum börnum og lesa viðtöl við Hvergerðinga svo fátt eitt sé talið.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið um að brýnt er að fjölga opinberum störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Stíga þarf stór skref í þá átt enda er fjölgun opinberra starfa mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytni atvinnulífs á Íslandi öllu.
Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efndi í janúar 2020 til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði. Alls bárust 11 tillögur í samkeppnina og voru niðurstöður kynntar 3. júlí 2020 í Hveragerði.
Það var fallegur þjóðhátíðardagur í Hveragerðisbæ. Dagskráin í Lystigarðinum fór vel fram og var fjöldi fólks í bænum sem naut veðurblíðunnar og fylgdist með hátíðar- og skemmtidagskrá á sviðinu.