Fara í efni

Ærslabelgurinn ónýtur

Ærslabelgurinn eða hoppudýnan er metin ónýt og verður ekki hægt að fara í endurnýjun fyrr en næsta vor. Fjárhagslegt tjón er verulegt. Það er leiðinlegt að allt of margir eru að hjóla á dýnunni og er dýnan mikið rifin. Skransför eftir vespu eða hlaupahjól eru á dýnunni.

Við viljum biðja foreldra/forráðamenn að ræða við börnin sín um mikilvægi þess að fara vel með leiktæki og aðrar eigur okkar allra sem eru víða í bænum.

Það er göfugt að bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Það er dapurt að nokkrir aðilar stundi skemmdarverk sem hefur áhrif á okkur öll. Því þurfum við að minna hvort annað á að ganga vel um.

Gerum gott samfélag enn betra 

Jóhanna M. Hjartardóttir
menningar- og frístundafulltrúi


Síðast breytt: 29. júlí 2020
Getum við bætt efni síðunnar?