Fara í efni

Göngustígar malbikaðir

Í vikunni hafa nokkrir göngustígar verið malbikaðir hér í Hveragerði. Um er að ræða þrjá stíga í Kambahrauni, tvo stíga sem liggja milli Þelamerkur og Heiðmerkur við Borgarhraun og stígur frá Bjarkarheiði að Hótel Örk. Samtals eru stígarnir um 380 metrar að lengd. Það er mikil framför að fá þessa stíga malbikaða en á sumum af þessum stöðum er talsvert um liðið frá því að stígarnir voru gerðir og götur fullbyggðar. Öll umgengni verður svo auðveldari svo sem snjómokstur. Með þessum stígum og þeim sem hafa verið malbikaðir undanfarin ár nálgast það markmið að allir göngustígar í Hveragerði sem eiga að vera malbikaðir verði það.

Um undirvinnu sáu verktakarnir Brynjólfur Hilmarsson og Guðmundur Sigurðsson auk starfsmanna Hveragerðisbæjar en Hlaðbær-Colas malbikaði.

Höskuldur Þorbjarnarson 
Umhverfisfulltrúi


Síðast breytt: 2. október 2020
Getum við bætt efni síðunnar?