Fara í efni

Fréttir

Niðurstöður í samkeppni um hönnun HNLFÍ

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efndi í janúar 2020 til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði. Alls bárust 11 tillögur í samkeppnina og voru niðurstöður kynntar 3. júlí 2020 í Hveragerði.

17. júní 2020 og ljóð fjallkonunnar

Það var fallegur þjóðhátíðardagur í Hveragerðisbæ. Dagskráin í Lystigarðinum fór vel fram og var fjöldi fólks í bænum sem naut veðurblíðunnar og fylgdist með hátíðar- og skemmtidagskrá á sviðinu.

Kjörfundur í Hveragerði

Kjörfundur vegna forsetakosninga laugardaginn 27. júní 2020 hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 þann dag í Grunnskólanum í Hveragerði við Skólamörk.

Miklar framkvæmdir í Hveragerði

Árið 2020 stefnir í að verða eitt mesta framkvæmdaár í sögu bæjarins. Víða er unnið að framfaramálum og bærinn blómstrar sem aldrei fyrr.

Jákvæð niðurstaða ársreiknings 2019.

Fjárhagur bæjarins er í traustum skorðum nú sem fyrri ár en samfelldur hagnaður hefur verið af rekstri samstæðu A og B hluta frá árinu 2012. Rekstur Hveragerðisbæjar er í fullu samræmi við viðmið laga um skuldastöðu og jafnvægi í rekstri.

Kjörskrá vegna forsetakosninga

Kjörskrá fyrir Hveragerði vegna forsetakosninga sem fram eiga að fara 27. júní 2020 liggur frammi á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20 frá og með 16. júní 2020 til kjördags.

Sumarstemning á Óskalandi

Lífið í Óskalandi er mjög líflegt og skemmtilegt alla daga og sérstaklega á vorin. Hátiðablær ríkir yfir útskriftarbörnum og í ár útskrifuðust 22 börn og bíður þeirra björt og falleg framtíð.

Hengill Ultra Trail - frábærlega vel heppnað

Hengill Ultra Trail lengsta utanvega hlaup á Íslandi fór fram um helgina í Hveragerði. Hlaupið tókst frábærlega í alla staði, skipulagning og umgjörð voru til fyrirmyndar og fengu hlauparar frábært veður.

Vinnuskóli Hveragerðis hefst þann 8.júní 2020

Starfsmenn vinnuskólans munu starfa að mestu utandyra m.a. við almenn garðyrkjustörf eins og illgresishreinsun, gróðursetningu og þökulögn víðsvegar um bæinn. En einnig munu einhverjir unglingar aðstoða við íþr. og ævintýranámskeið, fótbolta, golf, á leikskólum og fl.
Getum við bætt efni síðunnar?