Tvær tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029
Tvær tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að kynna íbúum Hveragerðisbæjar og öðrum hagsmunaaðilum tvær eftirtaldar breytingartillögur að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
1. Hlíðarhagi – Fjölgun íbúða.
Um er að ræða breytingu á aðalskipulagsskilmálum á 1,8ha. reit fyrir íbúðarbyggð „ÍB5 - Hlíðarhagiˮ, sem staðsettur er austan undir Hamrinum. Breytingartillagan felur í sér að þéttleiki byggðar á reitnum fer úr 15 íbúðum/ha. í 25 íbúðir/ha. Minjar eru færðar inn á skipulagsuppdrátt og skilmálar breytast lítillega. Áhersla er lögð á lítil fjölbýli og raðhús á reitnum. Meginmarkið tillögunnar er að nýta reitinn betur með litlum og millistórum íbúðum í góðum tengslum við aðliggjandi byggð, útivistarsvæði, þjónustu.
Fylgigögn breytingatillögu:
- Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2019 - Aðalskipulagsbreyting - Hlíðarhagi, ÍB5.
- Hlíðarhagi í Hveragerði - Tillaga að breyingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis.
- Hlíðarhagi í Hveragerði - Áform um breytingu á aðal- og deiliskipulagi íbúðabyggðar, svæði ÍB5.
2. NLFÍ, Heilsustofnun – Nýtt íbúðarsvæði.
Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi sem nær til 11,7ha svæðis, sem Náttúrulækningafélag Íslands hefur til umráða. Skv. núgildandi aðalskipulagi eru tveir landnotkunarreitir á svæðinu, S8 - Samfélagsþjónusta og VÞ6 - Verslun-og þjónusta.
Breytingartillagan felur í sér að:
- innan reits VÞ6 verður til nýr 2,8 ha. landnotkunarreitur „ÍB14 - íbúðarbyggðˮ, sem staðsettur er við Þelamörk á milli Lækjarbrúnar og Hólmabrúnar.
- Sá hluti VÞ6 reitsins, sem eftir stendur, rennur saman við S8 reitinn og við það verður flatarmál hans 8,9 ha. en var áður 6,4 ha. Eftir samrunan verður samfélagsþjónusta ríkjandi á reitnum með heimild fyrir verslunar- og þjónustu að hluta til.
Fylgigögn breytingatillögu:
Breytingartillögurnar ásamt tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíðarhaga, liggja frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 og eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Athugasemdir við skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar í síðasta lagi mánudaginn 1. mars 2021, annaðhvort á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is.
Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar