Matkráin ehf, sem er í eigu þeirra Jakobs Jakobssonar og Guðmundar Guðjónssonar, hlýtur Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2020.
Það er Umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar sem árlega stendur fyrir vali á þeim einstaklingi, hópi eða fyrirtæki sem hlýtur umhverfisverðlaun bæjarfélagsins. Viðurkenningin í ár kemur í hlut Matkráarinnar og er veitt fyrir vel heppnaða breytingu á húsi og umhverfi þess, þar sem smekkvísi og hugmyndaauðgi hefur gætt aðalgötu bæjarins auknu lífi. Verðlaunahafar fá á hverju ári tré Hveragerðisbæjar rósakirsi til gróðursetningar á áberandi stað auk verðlaunaskjals sem hannað er af Hrund Guðmundsdóttur.
Meðfylgjandi myndir eru frá afhendingu viðurkenningarinnar sem fram fór í samræmi við reglur um 2 metra fjarlægð og fjöldatakmarkanir.
Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri