Fara í efni

Fréttir

Mongús er kominn heim

Kötturinn Mongús mun fá annað tækifæri til að bæta ráð sitt og verða sá fyrirmyndarköttur sem hann hefur alla burði til að vera. Saga hans er á margan hátt merkileg og er hér sögð af forsvarsmönnum félagsins Villikettir sem séð hafa um endurhæfingar og betrunarvist hans.

850 m.kr. fjárfestingar í Hveragerði til 2022

Veitur hafa undanfarið skilgreint mikilvæg verkefni í Hveragerði sem ráðist verður í á næstu tveimur árum. Um 850 milljónum verður varið í þessi verkefni er skapa munu störf bæði á framkvæmda tíma sem og eftir að framkvæmdum lýkur.

Hengill Ultra í Hveragerði

Lengsta utanvegahlaup landsins fer fram dagana 5. og 6. júní í Hveragerði. Uppselt er í 25 km hlaupið.

Trjágróður á lóðarmörkum

Garðyrkjufulltrúi Hveragerðisbæjar vill góðfúslega minna íbúa á að snyrta trjágróður á sínum lóðarmörkum. T

Matkráin handhafi Umhverfisverðlauna Hveragerðisbæjar 2020

Matkráin ehf, sem er í eigu þeirra Jakobs Jakobssonar og Guðmundar Guðjónssonar, hlýtur Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2020. Það er Umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar sem árlega stendur fyrir vali á þeim einstaklingi, hópi eða fyrirtæki sem hlýtur umhverfisverðlaun bæjarfélagsins. Viðurkenningin í ár kemur í hlut Matkráarinnar og er veitt fyrir vel heppnaða breytingu á húsi og umhverfi þess, þar sem smekkvísi og hugmyndaauðgi hefur gætt aðalgötu bæjarins auknu lífi. Verðlaunahafar fá á hverju ári tré Hveragerðisbæjar rósakirsi til gróðursetningar á áberandi stað auk verðlaunaskjals sem hannað er af Hrund Guðmundsdóttur. Meðfylgjandi myndir eru frá afhendingu viðurkenningarinnar sem fram fór í samræmi við reglur um 2 metra fjarlægð og fjöldatakmarkanir. Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri
Getum við bætt efni síðunnar?