Opnunartími sundlaugarinnar næstu daga
28.09
Frétt
Opnunartími sundlaugarinnar næstu daga:
1. október, fimmtudag: frá kl. 06:45 - 20:30
2. október, föstudag: frá kl. 06:45 - 20:30
Helgin 3. - 4. október frá kl. 10:00 - 17:30
Frá mánudeginum 5. október verður sundlaugin lokuð en horft er til þess að vera með opið í Laugasporti í vetur. Vegna skipulagningar og frágangs verður lokað í Laugasporti frá 5. til 7. október. Nánar um opnunartíma Laugasports birtist síðar.
Endurbæturnar á 1. hæð sundlaugarhússins fela í sér stækkun og endurnýjun á búningsklefum og bætast við tveir fjölnota búningsklefar og sjúkraherbergi í vestari hluta hússins. Uppsetning á loftræstikerfi verður kláruð en hún mun þjóna öllu húsinu. Hönnuðir eru frá Verkís og Arkibúllunni ehf. Þess má geta að Margét Leifsdóttir arkitekt hjá Arkibúllan ehf. er barnabarn Gísla Halldórssonar sem teiknaði húsið og hefur verið horft til upprunans í hönnun og litasamsetningum.
Það er mikið rask á sundlaugarsvæðinu á meðan framkvæmdum stendur og verður sundlaugin lokuð frá 5. október á framkvæmdatíma sem er áætlaður til 1. apríl 2021. Það er horft til þess að hafa líkamsræktina, Laugasport, opna en ljóst er að starfsemin verður skert og mun sturtuaðstaða verða opin fyrir gesti í íþróttahúsum bæjarins þegar verður lokað fyrir vatnið.
Síðast breytt: 28. september 2020
Getum við bætt efni síðunnar?