Fara í efni

Jól í bæ - viðburðadagatal 2020

Bráðum koma blessuð jólin.....

Undanfarin ár hefur viðburðadagatalið, Jól í bæ, verið gefið út á vegum bæjarins þar sem er tíunduð dagskrá kirkjunnar, félaga, safna og skóla í jólamánuðinum. Undanfarin ár hefur fyrirtækjum verið boðið að vera með og mæltist það vel fyrir. Það er ljóst að viðburðir og annað tengt jólum í ár verður með öðru sniði en það er samt ástæða til að hvetja bæjarbúa til að nýta þjónustuna í heimabyggð.

Við höfum hug á að endurvekja jólagluggana með breyttu sniði og hvetja fyrirtæki og íbúa til að skreyta fallega og lýsa upp skammdegið með jólaljósum á þessum erfiðu tímum.

Það væri gaman að fá sem fyrst upplýsingar um allt sem er á döfinni hjá ykkur. Fyrirhugað er að setja saman upplýsingakort um bæinn okkar svipað og við höfum gefið út fyrir bæjarhátíðina (kort af bænum ). Þar má finna upplýsingar um þjónustu, gallerí, opnar vinnustofur og fleira sem íbúar vilja koma á framfæri.

Skilafrestur er til 12.nóvember.

Bestu kveðjur,
Jóhanna


Síðast breytt: 6. nóvember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?