Jólahúfan 2020 - Hönnunarsamkeppni Hveragerðisbæjar
24.11
Frétt
Hveragerðisbær og Bókasafnið í Hveragerði efna til samkeppni um jólahúfuna 2020.
Jólahúfan þarf að vera eigin hönnun og hugverk og má vera prjónuð, hekluð, saumuð eða endurunnin á einhvern hátt.
Skila þarf tilbúinni húfu á bókasafnið í síðasta lagi mánudaginn 21. desember 2020.
Allar húfurnar verða til sýnis á bókasafninu fram yfir áramót og dómnefnd mun veita verðlaun fyrir jólalegustu, skemmtilegustu og frumlegustu húfuna.
Síðast breytt: 27. nóvember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?