Fara í efni

Útboð - Kambaland III áfangi 2020

Útboð:
Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í verkið:

Kambaland III áfangi 2020

Verklok eru 1 ágúst 2022.

Verkið felur í sér gerð á nýjum götum í hverfinu, Kambalandi í Hveragerði. Búið er að grafa laust efni upp úr hluta af götustæðum og leggja hluta af fráveitu og kaldavatnsstofnum.

Verktaki skal jarðvegsskipta götustæði samkvæmt kennisniðum, leggja styrktar- og burðarlög, malbika götur og gangstíga og steypa kantsteina. Verktaki skal einnig leggja fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og ýmist leggja eða aðstoða við lagningu annara veitulagna.

Áfangskil eru eftirfarandi:

  • Áfangi 1: Langahrauni án yfirborðsfrágangs skal lokið maí 2021
  • Áfangi 2 : Helluhrauni og Lindahrauni skal að fullu lokið október 2021
  • Verkinu öllu skal að fullu lokið ágúst 2022.

Helstu magntölur eru:
Gröftur 3000 m³
Styrktarlag og fylling í lagnaskurði 14400 m³
Fleygun 2200 m²
Malbik 9700 m²
Fráveitulagnir 2075 m
Vatnsveitulagnir 950 m
Hitaveitulagnir 1441 m

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 10. nóvember 2020. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Bárð Árnason hjá EFLU á Suðurlandi með því að senda tölvupóst á netfangið ba@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Hveragerðisbæjar Breiðumörk 20, 810 Hveragerði fyrir kl. 11:00 fimmtudaginn 26. nóvember 2020, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Byggingarfulltrúinn í Hveragerði

 


Síðast breytt: 5. nóvember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?