Fara í efni

Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag

Í dag er alþjóðlegi klósettdagurinn og vekjum við því athygli að verkefninu „bara piss, kúk og klósettpappír í klósettið“ sem er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar og Samorku í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisnefnda á landinu og er markmið þess að draga úr rusli í fráveitu og þar með álagi á umhverfið okkar.

Vissir þú að...

Kostnaður sveitarfélaga vegna aðgerða í tengslum við úrgang í fráveitum hleypur á tugum milljóna króna á ári.

Hver einstaklingur notar að meðaltali 140 lítra af vatni á dag.

Lyfjaleifum má alls ekki sturta í klósettið heldur á að fara með þær í næsta apótek eða endurvinnslustöð.

Lyfjaleifar finnast í íslenskum vötnum og sjó og geta lyfjaleifar í umhverfinu haft skaðleg áhrif á sjávar- og landdýr.

Blautþurrkur, smokkar, eyrnapinnar, tannþráður og annar úrgangur á að fara í ruslið.

Ekki sturta niður blautþurrkum í klósett sem merktar eru af framleiðanda sem „flushable“ því þær valda einnig álagi á umhverfið og fráveitukerfin.


Síðast breytt: 19. nóvember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?