Fara í efni

Fréttir

Stoðir garðyrkjunáms að Reykjum verði styrktar

bæjarráð Hveragerðisbæjar bókaði eftirfarandi á fundi sínum þann 8. apríl s.l. : Bæjarráð lýsir yfir ánægju með fund menntamálaráðherra og allra bæjarfulltrúa Hveragerðisbæjar sem haldinn var í vikunni þar sem staða garðyrkjuskólans að Reykjum var rædd. Bæjarfulltrúar höfðu áður hitt starfsmenn að Reykjum þar sem farið var yfir málefni skólans auk þess sem bæjarstjóri hefur átt fundi með ráðherra og öðrum aðilum sem látið hafa sig málið varða að undanförnu. Bæjarráð vonar að væntanleg tengsl garðyrkjunámsins við Fjölbrautaskóla Suðurlands (Fsu) verði farsæl. Mikilvægt er að stoðir garðyrkjunáms að Reykjum verði styrktar þannig að nám og kennsla geti dafnað til framtíðar og uppfyllt þannig þarfir atvinnulífsins fyrir hæft og vel menntað starfsfólk. Jafnframt að öll aðstaða og landsvæði að Reykjum muni áfram nýtast garðyrkjumenntun og ekkert verði gert sem takmarkar aðgang garðyrkjunámsins að þessu svæði. Jörðin Reykir býr yfir miklum möguleikum til framtíðar. Notkun jarðarinnar er samtvinnuð uppbyggingu garðyrkju á Íslandi og því er mikilvægt að staðurinn fái, í samvinnu við græna geirann, tækifæri til að auka og efla starfsemi á staðnum. Bæjarráð telur mikilvægt að þar haldi uppbygging áfram til framtíðar.

Tilmæli vegna leikskólastarfs

Stjórnendur Hveragerðisbæjar og stjórnendur leikskólanna hafa fundað vegna hertra samkomutakmarkana vegna Covid-19.

Ævintýranámskeið sumarið 2021

Námskeiðin munu einkennast af útiveru, hreyfingu, lýðheilsu, vináttuþjálfun og sjálfstyrkingu. Hver hópur verður með sér áherslur sem samræmast aldri og þroska þátttakenda og hverjar hindranir barnanna gætu orðið á næsta skólaári.

Hættum að urða peninga og hugsum í lausnum!

Urðun er kostnaðarsöm og slæm lausn, ef lausn skildi kalla. Ein leið er að reyna að skapa einhverskonar hringrásarhagkerfi / „zero waste“ þar sem litlu, og helst engu er hent og þeim hlutum sem við höfum ekki not fyrir lengur er komið þangað sem þeir nýtast.

Vertu með / Come along / Prisijunk ir tu!

Bæklingarnir um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi fyrir foreldra af erlendum uppruna eru til á arabísku, ensku, filippeysku, íslensku, litháísku, pólsku, tælensku og á víetnömsku.
Getum við bætt efni síðunnar?