Loftorka Reykjavík ehf í Garðabæ átti lægra tilboðið í gerð Ölfusvegar um Varmá en Vegagerðin opnaði tilboð í verkið í síðustu viku. Tilboð Loftorku hljóðaði upp á 461,6 milljónir króna og var 5,4% yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem var 438,1 milljónir króna. Verkinu á að vera að fullu lokið þann 12. september á næsta ári.