Fara í efni

Framkvæmdir hefjast við brú og veg á næsta ári

Hér má sjá hvar hinn nýi vegur mun liggja en ný brú verður byggð yfir Varmá. 
Smellið á myndina !
Hér má sjá hvar hinn nýi vegur mun liggja en ný brú verður byggð yfir Varmá.
Smellið á myndina !

Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í nýbyggingu vegkafla á Ölfusvegi og Sunnumörk í Hveragerði ásamt gerð nýrrar brúar á Varmá norðan Suðurlandsvegar.

Verkið felst í lagningu nýs vegar á u.þ.b. 780 m löngum kafla frá gatnamótum Sunnumerkur og Dalsbrúnar í Hveragerði að gatnamótum Ölfusvegar við Ölfusborgir austan Varmár ásamt byggingu nýrrar brúar yfir Varmá og reiðstígs undir brúna. Hluti af veginum eða Sunnumörk; frá Dalsbrún og langleiðina að Varmá hefur að mestu leyti verið verið undirbyggður  nú þegar.  Í útboðsgögnum er gert ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið 12. september 2022.

Með útboðinu er stigið risastórt skref í því að bæta alla umferð í og við Hveragerði.  Hliðarvegurinn sem tengir hina dreifðu byggð í Ölfusi er þar með tengdur bæði við Hveragerði sem og Selfoss en með tilkomu hans skapast mikil tækifæri enda er sá vegur sérstaklega hugsaður fyrir hægari umferð sem og hjólafólk og aðra þá sem vilja fara hægar yfir.  Hveragerðisbær hefur þegar samþykkt að taka þátt í kostnaði við frágang tenginga við vegakerfi bæjarins og er gert ráð fyrir 47 m.kr til þess verks á komandi ári. 

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri 

 


Síðast breytt: 22. nóvember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?