Fara í efni

Pössum ruslatunnurnar okkar!

Nokkuð hefur borið á því þegar veður eru vond að ruslatunnur fjúka frá húsum hér í bæ. Oft á tíðum fer þá innihald þeirra líka á ferð og flug og dreifist um víðan völl með tilheyrandi sóðaskap. Eigendurnir eiga það svo til að hringja í bæjarskrifstofuna og „panta“ nýja tunnu eins og ekkert sé sjálfsagðara, sem það er ekki!
Umhverfisfulltrúi vill minna á samþykkt bæjarins um meðhöndlun úrgangs en þar segir meðal annars í 5 grein:

„Tapist eða skemmist ílát vegna ófullnægjandi frágangs eða meðferðar af hálfu húseiganda skal hann greiða kostnað við viðgerð eða endurnýjun ílátsins“

Þessar tunnur eru langt frá því að vera ódýrar og þar sem nú er hávetur og allra veðra von er tími til kominn að gá að því hvernig frágangur er á tunnunum við heimili okkar. Rétt er einnig að minna á nauðsyn þess að moka snjó frá ruslatunnum og tryggja greiðan aðgang áður en sorphirðumenn sækja þær.

Á meðfylgjandi mynd má sjá tunnu sem hefur fokið og endað inn á lóð hjá Hótel Örk, eigandinn hringir líklega fljótlega að panta nýja!

Höskuldur Þorbjarnarson, Umhverfisfulltúri


Síðast breytt: 27. desember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?