Fara í efni

Gunni Helga hrifinn af sóttvörnum grunnskólans

Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur,  vekur hvarvetna áhuga þegar hann kemur fram og kynnir bækurnar sínar með tilþrifum eins og honum einum er lagið. 
Hann heimsótti Grunnskólann í Hveragerði í vikunni og auðvitað vildu allir fá að sjá og heyra í rithöfundinum.  Sævar skólastjóri leysti það mál með tilliti til sóttvarna  af stakri snilld og uppskar hrós frá Gunna: 
 
Svona var Sævar sniðugur!

 Skólastjórinn í Hveragerði setti mig á stigapall og hver árgangur á sínum stað, fjarri öllum öðrum og allt alveg öruggt og flott.
Þetta var sjúklega gaman.

 
Takk fyrir komuna Gunnar - það er aldrei nóg gert af því að lesa fyrir börn
 
Bæjarstjóri. 

 

 


Síðast breytt: 19. nóvember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?