Fara í efni

Fréttir

Krumminn kominn út á ný

Krumminn er kominn út á ný eftir nokkurt hlé.  Í Krummanum má nú lesa fjölbreyttar fréttir og viðtöl, sjá myndir af nýfæddum börnum og lesa viðtöl við Hvergerðinga svo fátt eitt sé talið. 

Hvatt til fjölgunar opinberra starfa í landsbyggðarsveitarfélögum

Bæjarráð tekur undir sjónarmið um að brýnt er að fjölga opinberum störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Stíga þarf stór skref í þá átt enda er fjölgun opinberra starfa mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytni atvinnulífs á Íslandi öllu.

Niðurstöður í samkeppni um hönnun HNLFÍ

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efndi í janúar 2020 til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði. Alls bárust 11 tillögur í samkeppnina og voru niðurstöður kynntar 3. júlí 2020 í Hveragerði.

17. júní 2020 og ljóð fjallkonunnar

Það var fallegur þjóðhátíðardagur í Hveragerðisbæ. Dagskráin í Lystigarðinum fór vel fram og var fjöldi fólks í bænum sem naut veðurblíðunnar og fylgdist með hátíðar- og skemmtidagskrá á sviðinu.

Kjörfundur í Hveragerði

Kjörfundur vegna forsetakosninga laugardaginn 27. júní 2020 hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 þann dag í Grunnskólanum í Hveragerði við Skólamörk.

Miklar framkvæmdir í Hveragerði

Árið 2020 stefnir í að verða eitt mesta framkvæmdaár í sögu bæjarins. Víða er unnið að framfaramálum og bærinn blómstrar sem aldrei fyrr.

Jákvæð niðurstaða ársreiknings 2019.

Fjárhagur bæjarins er í traustum skorðum nú sem fyrri ár en samfelldur hagnaður hefur verið af rekstri samstæðu A og B hluta frá árinu 2012. Rekstur Hveragerðisbæjar er í fullu samræmi við viðmið laga um skuldastöðu og jafnvægi í rekstri.

Kjörskrá vegna forsetakosninga

Kjörskrá fyrir Hveragerði vegna forsetakosninga sem fram eiga að fara 27. júní 2020 liggur frammi á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20 frá og með 16. júní 2020 til kjördags.

Sumarstemning á Óskalandi

Lífið í Óskalandi er mjög líflegt og skemmtilegt alla daga og sérstaklega á vorin. Hátiðablær ríkir yfir útskriftarbörnum og í ár útskrifuðust 22 börn og bíður þeirra björt og falleg framtíð.
Getum við bætt efni síðunnar?