Uppskeruhátíð sumarlesturs
17.08
Frétt
Sumarlestri bókasafnsins lauk með uppskeruhátíð sem haldin var fimmtudaginn 12. ágúst. Þá mættu vaskir lestrarhestar og hlustuðu á upplestur Arndísar Þórarinsdóttur sem hefur m.a. skrifað bækurnar Bál tímans, Nærbuxnaverksmiðjan og Blokkin á heimsenda.
Arndís hjálpaði okkur líka að draga út nokkra vinningshafa og boðið var upp á veitingar á meðan Blaðrarinn útbjó ýmiskonar blöðrufígúrur eftir pöntun. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og þátttökuna í sumarlestrinum 2021!
Síðast breytt: 17. ágúst 2021
Getum við bætt efni síðunnar?