Hvergerðingar eignuðust Íslandsmeistara um liðna helgi þegar sameiginlegt lið Hamars, Þórs, Selfoss og Hrunamanna urðu Íslandsmeistarar í 10. flokki kvk í körfubolta.
Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss kom með blómvönd til okkar allra í Hveragerði en tilefnið er Íslandsmeistaratitill karlaliðs Hamars í blaki.
Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga frá bæjarstjóra um að bæjarskrifstofan yrði lokuð eftir hádegi á föstudögum í sumar. Þetta fyrirkomulag mun hefjast þann 21. maí og mun því ljúka þann 27. ágúst 2021.
Hraðakstur innan bæjar í Hveragerði hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu í bæjarfélaginu. Er það ekki í fyrsta sinn sem umræða um of mikinn umferðarhraða skapast á meðal íbúa.
Með húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar er sett fram á einum stað greining á stöðu húsnæðismála, hver er staðan, hvernig er húsnæðismarkaðurinn samansettur og hver er þörfin á uppbyggingu húsnæðis miðað við gefnar forsendur.
Með því að endurskoða atvinnumálastefnu bæjarfélagsins og fara yfir það sem vel hefur gengið og einnig hitt hvar hægt er að gera betur telur bæjarstjórn að ná megi enn betri árangri í þessum málum til hagsbóta fyrir íbúa og samfélagið allt.
Starfshópur sem skipaður var af bæjarstjórn og meta skyldi þörf á upplýsingatæknibúnaði í Grunnskólanum í Hveragerði hefur lokið störfum. Meginmarkmið starfshópsins var að sjá til þess að upplýsingatækni og nýjungar á því sviði yrðu innleiddar í starfi Grunnskólans í Hveragerði enn frekar en nú er. Einnig skyldi hópurinn leggja línur varðandi innkaup og stefnu varðandi upplýsingatæknibúnað skólans.