Sólveig Dagmar Þórisdóttir, myndlistarmaður, færði nýverið Hveragerðisbæ olíumálverkið "Óstjórnlegur kraftur jarðarinnar" að gjöf. Verkið er gjöf til Hveragerðisbæjar með þakklæti fyrir að bjóða listakonunni hálfsmánaðar dvöl í Varmahlíð, listamannaíbúð Hveragerðisbæjar.
Ólympíudagurinn verður haldinn hátíðlegur í Hveragerði 23. júní í Hveragerði í Lystigarðinum. Dagskráin er skipulögð í samvinnu við ÍSÍ og HSK og er öllum börnum á grunnskólaaldri boðið að taka þátt.
Átakið Söfnum og dreifum birkifræi efnir til stuttmyndasamkeppni meðal nemenda í grunn- og framhaldsskólum. Samkeppnin hófst 27. apríl. Hægt er að skila inn mynd(um) til og með 30. september.
Vinsældir rafhlaupahjóla og léttra bifhjóla í flokki I (vespa) hafa aukist að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Við hjá Samgöngustofu höfum nú tekið saman upplýsingar um notkun þeirra og öryggi.
Nú er sumarið að koma fyrir alvöru og þjóðhátíðardagurinn 17. júní framundan. Það er því tími kominn til að efnt verði til hreinsunarviku og að tekið sé til hendinni í bæjarfélaginu.