Fara í efni

Hverfisskipulag á svæði innan hverfisverndarsvæðisins HV4 í Hveragerði

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 13. janúar 2022 var samþykkt að leita umsagnar Skipulagsstofnunar um meðfylgjandi lýsingu á hverfisskipulagi og kynna hana fyrir íbúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hverfisskipulagsvæðið er um 6,5ha að flatarmáli og afmarkast af Heiðmörk til suðvesturs, lóðum við Dynskóga til norðvesturs, Varmahlíð til norðausturs og Hveragarðinum, gámastöðinni, lóð Veitna ohf. og Heiðmörk 29 og 31a til suðausturs. Reitur með sjö lóðum milli Laufskóga og Frumskóga næst Varmahlíð er undanskilinn því þar er til staðar deiliskipulag.

Helstu markmið hverfisskipulagsins er að ná betri landnýtingu innan hverfisverndarsvæðisins og nýta betur þá innviði, sem þar eru til staðar. Hverfisskipulagið mun væntanlega nýtast vel við endurnýjun og endurbyggingu húsa og stytta afgreiðsluferli byggingarleyfisumsókna þar sem grenndarkynningar verða að mestu óþarfar.

Skipulagslýsingin, sem er hér í viðhengi, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum við skipulagslýsinguna, skulu senda þær til skipulagsfulltrúans í Hveragerði fyrir 4. febrúar 2022 á heimilisfangið „Breiðamörk 20, 810ˮ Hveragerði eða í tölvupósti á netfangið gfb@hveragerdi.is.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Hvg-hverfisskipulag-skipulagsslýsing


Síðast breytt: 18. janúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?