Mikill áhugi er fyrir búsetu í Hveragerði og fá færri bæði íbúðir og lóðir en vilja. Engar vísbendingar eru um annað en að þessi þróun haldi áfram og að áframhaldandi fjölgun íbúa verði staðreynd um leið og uppbygging nýrra íbúðahverfa og atvinnuuppbygging verður að veruleika. Í þriggja ára fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir uppbyggingu leik- og grunnskólamannvirkja. Þegar hefur verið tekin ákvörðun af bæjarstjórn um að hefja nú þegar hönnun næstu viðbygginga við grunnskólann í samræmi við áætlanir þar um.
Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd mun heiðra íþróttamenn í Hveragerðisbæ á milli jóla og nýárs eins og undanfarin ár.
Kjöri íþróttamanns Hveragerðis 2020 verður lýst í Listasafni Árnesinga þann 27. desember kl. 16:30.