Fara í efni

Nýr Ölfusvegur

Útboð á nýjum Ölfusvegi sem gerður verður í samstarfi Vegagerðarinnar og Hveragerðisbæjar var kynnt á fundi bæjarráðs nýverið og óskað eftir þátttöku Hveragerðisbæjar í framkvæmdinni. Var erindi Vegagerðarinnar samþykkt og er undirbúningur útboðs nú á lokametrunum. Kostnaður sem falla mun á Hveragerðisbæ vegna þessa er um 47 m.kr.

Nýr Ölfusvegur mun gera það að verkum að hægt sé að aka frá Sunnumörk í Ölfusið án þess að þurfa að fara inná Suðurlandsveg og í framtíðinni væri hægt að ferðast á milli Hveragerðis og Selfoss á sama vegi.

Farið verður í sameginlegt útboð á framkvæmdinni en Hveragerðisbær ber kostnaðinn innabæjar eða að mörkum Þelamerkur sem nær niður á Sunnumörk austan megin við Hjallabrún skv. skipulagi. Með veginu kemur ný brú yfir Varmá og fjöldinn allur af samgöngu tækifærum. Verkið mun stór auka gæði samgangna á milli sveitafélagana þar sem til að mynda þyrftu hjólreiðamenn ekki lengur að hjóla á vegöxl Suðurlandsvegar en heldur hjóla á Ölfusveginum samsíða Suðurlandsvegi.

Hér má sjá myndband sem sýnir framtíðar framkvæmdir á milli Hveragerðis og Selfoss.

 Nýr Ölfusvegur

 


Síðast breytt: 5. nóvember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?