Fara í efni

Fréttir

Atvinnumálastefna Hveragerðisbæjar endurskoðuð

Með því að endurskoða atvinnumálastefnu bæjarfélagsins og fara yfir það sem vel hefur gengið og einnig hitt hvar hægt er að gera betur telur bæjarstjórn að ná megi enn betri árangri í þessum málum til hagsbóta fyrir íbúa og samfélagið allt.

Innleiðing tækninýjunga í Grunnskólanum í Hveragerði

Starfshópur sem skipaður var af bæjarstjórn og meta skyldi þörf á upplýsingatæknibúnaði í Grunnskólanum í Hveragerði hefur lokið störfum.  Meginmarkmið starfshópsins var að sjá til þess að upplýsingatækni og nýjungar á  því sviði yrðu  innleiddar í starfi Grunnskólans í Hveragerði enn frekar en nú er. Einnig skyldi hópurinn leggja línur varðandi innkaup og stefnu varðandi upplýsingatæknibúnað skólans.

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum.

Hjólað í vinnuna hefst á morgun

Með því að taka þátt í þessu verkefni ertu ekki bara að bæta skemmtilegri hreyfingu við þína daglegu rútínu, heldur lækkar þú kolefnissporin í leiðinni og sparar þá peninga sem færu annars í eldsneyti. Það er semsagt ENGIN ástæða til að taka ekki þátt! Ef þú hefur ekki þegar skráð þig til leiks getur þú gert það núna á heimasíðu Hjólað í vinnuna.

Hveragerðisbær sendir sumarkveðjur

Blómabærinn tekur á móti sumri hreinn og fínn en starfsmenn áhaldahúss, garðyrkju- og umhverfisdeildar hafa undanfarna daga unnið að sópun og þvotti á götum bæjarins auk þess sem vorblómin eru farin að prýða blómaker við aðalgötuna. 

Lóðir í Kambalandi lausar til úthlutunar

Til úthlutunar eru 19 lóðir fyrir einbýlishús í Kambalandi. Hverfið er í hraðri uppbyggingu í nágrenni skógræktarsvæðis og góðra gönguleiða.

Sumarkviss á sumardaginn fyrsta

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar mun standa að "sumarkvissi" á sumardaginn fyrsta. Frétt verður uppfærð þegar nær dregur með ítarlegri upplýsingum.
Getum við bætt efni síðunnar?