Fara í efni

Fréttir

Brúkum bekki í Hveragerði

Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt í "Brúkum bekki" verkefni Hveragerðisbæjar með því að gefa bekk og þannig leggja þannig lóð sitt á vogarskálar heilsueflandi samfélags. 

Tré gróðursett til heiðurs Guðríði

Ákveðið hefur verið að gróðursetja tré í Lystigarðinum Fossflöt af þessu tilefni sem með táknrænum hætti mun dafna til framtíðar og minna okkur öll um leið á mikilvægi þess að allir einstaklingar fái að dafna og njóta sín í bænum okkar.

Guðríður Aadnegard hlaut hvatningarverðlaun

Guðríður Aadnegard, náms­ráðgjafi og um­sjón­ar­kenn­ari við Grunn­skól­ann í Hvera­gerði, hlaut hvatn­ing­ar­verðlaun dags gegn einelti í dag. For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra af­hentu henni verðlaun­in við hátíðlega at­höfn í Rima­skóla.

Íbúar nálgast 3.000

Þar sem tekjur bæjarfélagsins ráðast að nokkru leyti af íbúafjöldi eru mikilvægt að allir séu rétt skráðir til lögheimilis.  Þeir sem flutt hafa til Hveragerðisbæjar eða innan bæjarfélagsins en ekki tilkynnt um aðsetursskipti, eru vinsamlega beðnir að gera það sem allra fyrst.

Nýr Ölfusvegur

Útboð á nýjum Ölfusvegi sem gerður verður í samstarfi Vegagerðarinnar og Hveragerðisbæjar var kynnt á fundi bæjarráðs nýverið.

Leikskólabyggingar á teikniborðinu og lausar kennslustofur að koma

Mikill áhugi er fyrir búsetu í Hveragerði og fá færri bæði íbúðir og lóðir en vilja. Engar vísbendingar eru um annað en að þessi þróun haldi áfram og að áframhaldandi fjölgun íbúa verði staðreynd um leið og uppbygging nýrra íbúðahverfa og atvinnuuppbygging verður að veruleika. Í þriggja ára fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir uppbyggingu leik- og grunnskólamannvirkja. Þegar hefur verið tekin ákvörðun af bæjarstjórn um að hefja nú þegar hönnun næstu viðbygginga við grunnskólann í samræmi við áætlanir þar um.
Getum við bætt efni síðunnar?