Kjörskrá fyrir Hveragerði vegna alþingiskosninga sem fram eiga að fara 25. september 2021 liggur frammi á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20 frá og með 15. september 2021 til kjördags.
Mikil fjölgun íbúa á sér nú stað í Hveragerði. Nú eru íbúar 2.920 og hefur íbúum því fjölgað um 355 á kjörtímabilinu eða um 14%. Er sú fjölgun vel yfir landsmeðaltali og augljóst að Hveragerði sem og önnur sveitarfélög í nágrenni höfuðborgarsvæðisins njóta sívaxandi vinsælda.
Nú nýverið var opnað fyrir úthlutun á sérstökum styrk til tekjulægri fjölskyldna og er opið fyrir nýtingu styrksins til 31.desember 2021. Þennan styrk er hægt að nýta til að greiða fyrir þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta og tómstundastarfi og er styrkurinn í þessum úthlutunarglugga 25.000kr.- á barn.
Vísindafólk Orku náttúrunnar telur líklegt að röð jarðskjálfta við Húsmúla, vestan undir Hengli, frá því um tíuleytið í gærkvöldi tengist niðurrennsli jarðhitavatns frá Hellisheiðarvirkjun.