Fara í efni

Nýjungar á leiksvæðum samþykktar

Dæmi um völl með yfirborðsefni eins og stendur til að setja við grunnskólann.
Dæmi um völl með yfirborðsefni eins og stendur til að setja við grunnskólann.

Bæjarráð hefur samþykkt að ráðist verði í úrbætur á leikvöllum bæjarins á vormánuðum.  Er hér um að ræða framkvæmdir sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun en vonast er til að þeim verði öllum lokið í byrjun maí:

  • Lagt verður efnið polypropylene surface courty 2 á körfuboltavellina við grunnskólann í samræmi við ákvörðun fjárhagsáætlunar ársins 2022. Slíkur völlur er fjölnotavöllur og mun nýtast fyrir körfubolta, blak, skotbolta, skallatennis og fleira. Tilboð hefur borist í slíkan völl og nemur það um 4 m.kr.  Mun völlurinn á allan hátt verða betri með hinu nýja efni heldur en nú þegar spilað er á malbiki. 

  • Settur verður upp battavöllur á malbikaða planið á Hólaróló. Slíkir vellir njóta mikilla vinsælda meðal barna en þar er hægt að iðka alls konar útivist og íþróttir. 
  • Tvö lítil leiktæki verða sett upp við Hlyninn eina við Heiðmörk,  á opið grænt svæði sem þar verður útbúið. Um leið verður gengið frá umhverfi hins hellulagða útivistarsvæðis sem þarna er og hlyninum gerð skil á upplýsingaskiltum sem sett verða utan á spennistöð sem þarna er. Samþykkt Rarik vegna þess liggur fyrir. 

Það er fyrirtækið LTS sem staðsett er hér í Hveragerði sem mun hafa veg og vanda af uppsetningu þeirra leiktækja og svæða sem samþykkt hafa verið.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri. 


Síðast breytt: 10. apríl 2022
Getum við bætt efni síðunnar?